Sumarstörf

Gott kvöldið.

Vann eitt sumarið sem næturvörður í Borgarkringlunni sálugu ásamt Hombre.  Með skemmtilegri sumrum og jafnframt eitt af því steiktasta.  Veit ekki hvaða fávita datt í hug að láta okkur saman í þetta starf, sem meðal annars fólst í því að halda sér vakandi, eins og gefur að skilja...  Mættum klukkan 10 á kvöldin og lukum vakt kl. 8 um morguninn, eða þegar húsvörðurinn Guðfreður sá sér fært að skríða á lappir og taka við stjórninni.  Kölluðum vesalings manninn, þó bara okkar á milli, Guðfreð aumingja og hlógum í ca. 17 mínútur í hvert sinn er við nefndum eða sáum manninn.  Man að við mættum honum e-n daginn á Laugaveginum og stóðum við óvígir drjúga stund þar á eftir sökum hláturskrampa.

Eitt af því fáa sem okkur var treyst fyrir var að læsa stóru hliði niðri í bílakjallara eftir að allir búðareigendur sem og viðskiptavinir voru farnir út eftir lokun.  Var einn á vakt eitt kvöldið og eitthvað voðalega þreyttur.  Drattaðist niður í kjallara í kringum ellefu leytið á þessu sunnudagskvöldi að læsa þessu fjandans hliði.  Merkilegt hvernig hin minnstu verkefni vaxa manni í augum þegar lítið er að gera.  Læsti því nokkuð annars hugar og haugaðist upp aftur.  Og sjáandi fram á það að það væri ekki séns í helvíti að ég næði að vaka nóttina, ákvað ég að sjálfsögðu að leggja mig...  Vakinn nokkkuð harkalega skömmu síðar af einum búðareiganda sem enn var að vinna.  Sagðist ekki komast út þar sem kjallarahliðið væri læst!  Hvað er fólk annars að vinna svona lengi á kvöldin...  En, ok ég opnaði hliðið og hleypti vinnualkanum út og fékk slatta af skömmum í hattinn daginn eftir.  Hélt þó starfinu með herkjum og Borgarkringlan gríðarlega vel vöktuð út sumarið af okkur félögunum.

Skárri er sofandi næturvörður en enginn næturvörður.

eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Héldum ekki bara vinnunni við skammirnar heldur fengum kauphækkun í sama viðtali

Hombre (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Elvar Guðmundsson

Rétt, blaðraðir manninn í það mikið kaf að hann sá engin önnur úrræði en að hækka launin, bara til að losna við okkur...

Elvar Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 14:01

3 identicon

Jú hef heyrt margar skemmtilega sögurnar af þessu næturbrölti ykkar félaga he he...

Guðfreður aumingi!! hehe ég hlæ upphátt : ) 

Arnar (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband