Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

FússBall GeSpielen

Úgg Úgg.

Mjög sprengifim vika framundan.  Síðari leikir undanúrslitanna á þriðjudag og miðvikudag.  Á Anfield eiga mínir menn erfitt verkefni fyrir höndum, og það er að sigra Chelsea með tveimur mörkum (eða 1-0 og svo vítaspyrnukeppni).  Virðist ómögulegt en Rauði Herinn hefur reyndar áður sýnt að allt er hægt í knattspyrnu og hvað þá á Anfield Road í Liverpool.  Ég ætla að spá gegn eigin fyrri spá og segja að LFC slái Chelsea út og mæti ManU í úrslitaleik.  1-0 heimasigur eftir framlengdan leik sem þýddi vító og þar hefðu mínir menn betur. 

Ætla svo Liverpool sigur í Aþenu gegn United, segjum 2-0.

Chelsea tæki svo FA bikardolluna eftir 2-1 sigur í úrslitum á nýja Wembley.  Þetta þýddi að þessi stærstu lið Englands skiptu öllum þremur bikurum leiktíðarinnar bróðurlega á milli sín.

 Þetta er líklega meiri óskhyggja heldur en hitt, en við sjáum hvað setur í þessu.  Maður væri allavega nokkuð djarfur að setja e-a peninga gegn sigrum United þessa dagana, virðist allt falla með þeim.  Minnir óhugnarlega mikið á 99 tímabilið fáránlega.

Er annars dottinn inní utandeildabolta.  Hef mætt tvisvar á æfingu liðs sem heitir Stormur, dreginn þangað af Valgarð, gömlum handboltafélaga og háskólabróður.  Rykið dustað af gömlu Puma takkaskónum sem fyrst voru notaðir við gríðarlega góðan orðstýr með Hetti Egilsstöðum sumarið 1995!  Alveg kominn tími á nýja, viðurkenni það.  Fer í það verkefni í vikunni ásamt því að kaupa hjól.

Læt ykkur vita góðir lesendur hvernig kaupin á Eyrinni gengu fyrir sig.

eg


LeFyrstaBloggInDaNýBloggSíða

Sæl þá!

Og jú, velkomin öll inn á þessa nýju og mjög svo fallegu bloggsíðu.  Henni var farsællega og fagmannlega "launchað" í dag í opnunarteiti í Perlunni.  Þar er ég vanur að tilkynna merkar ákvarðanir og þetta engin undantekning þar frá.  Ostar, rauðvín, trufflusveppir og stök hálmstrá í boði og ekki annað að sjá en að fólk hafi skemmt sér drengilega.

Get ekki annað en brosað út í annað, ef ekki bæði, útaf Framsóknaflokknum.  Snæþór, a.k.a. Héraðsstubburinn, mikill flokksmaður, kom gangandi um fína fyrirtækið mitt með undirskriftalista í gær.  Þá hafði allt í einu komið í ljós á kosningaskrifstofu flokksins í Reykjavík að það vantaði eins og ca 100 undirskriftir til þess að þessi stjórnarflokkur gæti löglega boðið sig fram í nk. alþingiskosningunum... One skemmti sér konunglega yfir þessari staðreynd því "deadline" á þennan lista var í gær, þannig að þeir rétt náðu undirskriftum í tæka tíð.  Hefði orðið saga til næstu sveita ef bændaflokknum hefði verið meinuð þátttaka í kosningunum.  En Snæþór þarna að vinna gott starf í þágu flokksins og Jón, Steingrímur, Finnur og allir hinir sjálfsagt sáttir við stráksa.

Næsta færsla innifelur útilokun á næsta flokki útaf mínum kosningalista.  Flokkunum gengur bara nokkuð vel að skjóta sig í lappirnar í aðdraganda valsins og stefnir í að maður standi eftir með 0-1 flokk til að velja úr á kjördeginum sjálfum.

eg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband