Færsluflokkur: Bloggar

Svarta Hafið - Íbúð til leigu

Góða kvöldið.

Í meðfylgjandi skjali eru að finna allar upplýsingar um íbúð mína á Sunny Beach við Svarta hafið í Búlgaríu.  

Endilega tékka á þessu ef þið eigið leið um Svarta hafið...

Elvar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Páskaegg - Ógeðfelldur verðmunur á milli verslana

Sæl.

Enda minn bloggferil á þessari óvísindalegu verðkönnun minni.  Tók Freyju ævintýraegg nr. 10 og bar saman verð hjá þremur verslunarkeðjurisum með þessari ógeðslegu niðurstöðu;

Bónus:  1800 kr.

Hagkaup:  2500 kr.

10-11:  3500 kr!

Þakka góðar undirtektir og komment á bloggið mitt á liðnum misserum.  Hafði mjög gaman af þessu þangað til þetta varð að fjölmiðli og ekki hægt að skrifa hvað sem er.  Runnu á mig þrjár grímur þegar varaformaður Frjálslynda flokksins sá sig knúinn til að kommenta á e-ð bullblogg frá mér í aðdraganda síðustu kosninga.  Um að gera að vakta bloggin dag og nótt og leiðrétta og kommenta ef þurfa þykir...

 Takk fyrir mig og yfir og út.

Skárra er eitt páskaegg í maga en tvö á hillu

eg

 


LFC-ManU

Sæl.

Sá mína menn til 28 ára spila við erkifjendur sína í ManU núna rétt áðan.  Alltaf jafn sárt að tapa fyrir United og hvað þá í leikjum sem Utd geta ekkert í.  Annað árið í röð sem það gerist en eins og alltaf þá er það grimmt þetta sport, það refsar.  En ok, mínir menn bara ekki nógu góðir að nýta sér stöðuyfirburði sína.  Það verður bara að segjast að þetta United lið er farið að minna mig á "boring" Arsenal þegar þeir voru undir stjórn George Graham eða Chelsea undir stjórn Morinho.  Hvað eftir annað unnu þessi lið leiki sína 1-0 þrátt fyrir að hafa ekki getað rassgat langtímum saman í sínum leikjum.  Veit að þetta er stimpill sem ManU hugnast ekki en svona er þetta bara.  Þessi leikur var ca sá fimmti á þessu tímabili sem þeir vinna með þessum hætti og það verður vissulega erfitt að ná þeim úr þessu.  Var reyndar mjög skemmt að sjá þá bakkabræður Vidic, Rio og Van DerSaar hvað eftir annað hlaupa hvern annan niður inní teig í tómu rugli, og allavega ekki þeim að þakka að Liverpool skoraði ekki.

Arsenal-Chelsea núna í gangi og þar eru á ferðinni mun skemmtilegri fótboltalið en hin tvö en um það er víst ekki spurt í þessum bransa.

Leyfi mér samt og þrátt fyrir allt að halda mig við fyrri spá.  Liverpool verður enskur meistari í vor, sjáiði til...

eg


Skotklukka - Jólagjöfin Í Ár

Sæl veriði.

Það gerist aldrei neitt nógu hratt á Íslandi.  Hinn venjulegi Íslendingur er oftar en ekki að flýta sér e-t.  Ef maður flýtir sér ekki þá missir maður hreinlega af lestinni.  Þá gerist það að nágranninn fer fram úr manni og verður meiri maður með mönnum en maður sjálfur.  Og það viltu alls ekki.

Ég þoli þetta ekki.  Þetta var jú ein af ástæðunum fyrir því að ég flutti til Danmerkur á sínum tíma.  Ég hlæ að samlöndum mínum.  Þetta fólk er fífl upp til hópa.  Ég sé fyrir mér alls konar afbrigði af fítusum heima hjá fólki til að koma í veg fyrir að það missi af lestinni og verði undir í kapphlaupinu um lífsgæði svo ég tali nú ekki um hamingju.

T.d er ég viss um að sumir eru búnir að koma sér upp skotklukku inní svefnherbergi sínu.  Þið vitið, svona klukkur eins og eru notaðar í körfubolta og telja frá 24 sekúntum niður á 0.  Fólk kemur þeim fyrir í öllum hornum herbergisins þannig að báðir aðilar sjái á hana í öllum stellingum.  Klukkan fer svo af stað um leið og fyrsta snerting aðila á sér stað.  Svo hefur maðurinn einungis þessar 24 sek til að skjóta.  Venjulegar körfuboltareglur gilda.  Þ.e. þú mátt ekki fara aftur fyrir miðlínu með boltann (fer ekki nánar út í það hér).  Max 3 sek inní teig í einu.  Og þarft sem sagt að skjóta innan 24 sekúntna.  Klukkan endurnýjast þó ef þú skýtur og hittir hringinn í það minnsta.  Þú ræður þá hvort þú haldir áfram en þó ekki oftar en þrisvar sinnum þessar 24 sekúntur.

Skrýtið þetta samfélag.

eg


Jólagjafalistinn

Jæja sæl veriði.

Ákvað að rífa upp tölvuna og henda nokkrum orðum á skjáinn og ekki að ósekju skal ég segja ykkur.  Ætla hér á eftir að stilla upp lista fyrir ykkur gott fólk með hlutum sem þið eigið að gefa mér í jólagjöf.  Hvet ykkur, ef þið kjósið að fara EKKI eftir listanum, að hugsa stórt og hugsa dýrt.  En svona lítur jólagjafalistinn árið 2007 sem sagt út.

  • Peningar.  Allt yfir 700 krónum sleppur (þó ekkert klink takk)
  • Verðbréf í Liverpool FC.  Koma til með hækka verulega í maí þegar liðið verður krýnt enskur meistari.
  • Lúffur.  Fínt í vetur þegar maður hjólar í vinnuna sína.
  • Hanskar.  Ódýrir duga þar sem ég týni hönskum oftar en ekki.  Helst afar illa á þeim.
  • Bók.  Stefni á aukinn lestur á næsta ári.  Læt það samt ekki bitna á Hattrick!
  • DVD.  Næturvaktin eða Fóstbræðraserían.
  • CD.  Tónlist.
  • Þunn lambhúshetta frá 66.  Hentar undir hjálminn þegar maður hjólar í vinnuna.
  • Bremsur á hjólið.  Hentar vel þegar maður þarf að bremsa skyndilega.
  • Gjafabréf í Kringluna, Smáralind eða bara Laugaveginn ef það er til.
  • Vind og vatnsheldan andandi jakka og buxur.  Hentar vel á hjólið.
  • Snyrtivörur.  Rassháratrimmer.  Deo og svoleiðis.  Jil Sander er flottur.  Sonur Sanders Westervelds...
  • Nærbuxur.  Síðar boxer.
  • Aida matardiskar, ferkantaðir.  Djúpar skálar einnig.
  • Ársmiði á Anfield.  Alltaf gaman að sjá flottan fótbolta spilaðan.

Já, þar hafiði það.  Alls ekki tæmandi listi en ætti að koma ykkur af stað.  Er annars alltaf með gemsann á mér ef spurningar vakna varðandi gjafir.

Minni ykkur einnig á Fróða litla.  Hann hlakkar mikið til jólanna og bað mig að gefa ykkur hint varðandi gjafir handa honum.  Honum finnst alls konar hundanammi gott svo og leikföng sem pabbi sinn og mamma geta hent og hann síðan sótt jafnharðan.  Nagbein eru einnig vinsæl.

Kveð að sinni.

eg


Champione, Champione, ole ole ole...

Valur

Enski Boltinn

Sæl.

Jæja, sá mig knúinn til að þeyta pennanum á loft.  Er annars enn í bloggsumarfríi og ákveðnu bloggþunglyndi þessa dagana.  Fékk hálfpartinn nóg af þessu þegar fyrsti hver maður er farinn að blogga og einhvern veginn sjarminn farinn af þessu.  Elvari alltaf fundist frekar óspennandi að vera eins og allir hinir.  Finnst mér þessa stundina allavega, en örvæntið þó eigi kæru vinir, fer að skrifa reglulega á ný von bráðar.

Var sem sagt að horfa á mína menn í Liverpool einu sinni sem oftar áðan og er gersamlega furðu lostinn og hreinlega öllum lokið.  Ég bara á ekki til orð.  Er nú ekki oft að agnúast út í dómara í þessum bolta, þeir einfaldlega ekki góðir og þar við situr.  Vítaspyrnur ekki dæmdar á ManU á Old Trafford síðustu 73 árin en ok.  En, af 5 leikjum LFC á þessu tímabili, þá er búið að dæma 3 vítaspyrnur á þá og þar af 2 gersamlega útúr korti.  Ca helmingur dómara hefði ekki dæmt vítið í fyrsta leik okkar við AVilla.  Vítið á móti Chelsea var vondur brandari og líklega bara til að þóknast stjórstjörnum Che, þeim Lamps og Terry.  Þetta allt svo toppað í dag á móti Pmouth þegar víti var dæmt á Arbeloa fyrir að vera ekki með handlegg sinn reyrðan við búkinn á sér.  Allir 22 leikmenn liðanna jafn hissa á dómnum sem kom eftir ábendingu frá gráhærðum línuverði.  Ég spyr bara; "What the fuck is going on?!?"  Engu líkara en að dómarar PL hafi, allir sem einn, flykkst að eins og einn api, og skráð sig á námskeiðið; "Hvernig skal dæma víti á Liverpool 102" í sumar!!!

Sýnist þetta bara orðið ljóst nú þegar.  ManU verður meistari í vor.  Eins og ég var reyndar búinn að segja í sumar.  Hafa reyndar leikið eins og tussur það sem af er móti, en eru að vinna leikina og það er það sem skiptir öllu í þessu.

Kveð öskureiður!

eg

 


Dauðans Köttur...

Jú sæl.

Rakst á kött dauðans um daginn.  Þreif hann upp á skottinu, tróð honum ofan í svona lítinn sundpoka og fór í strandblak með honum við sjálfan mig.  Skemmst frá því að segja að ég vann í oddahrinu 25-23 með hreint út sagt ógurlegu smassi ofan í sandinn...  Gat engan veginn varist þessum ógnarskell þótt glúrinn ég þyki í lágvörninni sjáiði til.  Pikkaði sundursmassaðan köttinn upp, teipaði hann undir hásingu bílsins á meðan ég tékkaði á altenatornum, og keyrði inn í sólarlagið.  Köttið sjálfsagt þar enn, hef ekki tékkað nýlega, en líður sjálfsagt illa eða bara alls ekki. 

Bíð núna spenntur við síma og tölvu eftir illum skilaboðum og jafnvel hótunum um líflát...

Íslendingar eru fávitar...

eg


Sumarfrí

Hellú.

Má maður vera í sumarfríi...?!?  Eller hur?  Jettekuuuul.  Oder Was?  Hmmm.

Skrifa bara þegar ég hef tíma...  Slakið á!

eg


Boston Massatjúsetts

Gott kvöldið.

Heyrðu... Skrapp með Laugu til Boston á föstudag.  Stelpan að vinna sitt síðasta flug fyrir sumarfrí.  Einnar nætur stopp þar á ferðinni og One bara nokkuð sáttur við túrinn.  Snilldarborg í alla staði það litla sem maður sá af henni.  3,2 kg steik hesthúsuð á föstudagskvöldinu ásamt smá rölti í ljósaskiptunum.  Laugardagurinn svo bara tekinn í ráp um borgina í ca 27 stigum og sól.  Staupasteinn m.a. sóttur heim en annars bara rólegheit, tel mig hafa haldið Laugunni sæmilega í skefjum þennan dag...

Norm 

Sat annars við hliðina á flottum pósti á leiðinni út.  Herðasítt ljósbrúnt hárið sem tekið var að þynnast að ofan vakti strax óskipta athygli mína.  Er ekki vanur að ræða við ókunnuga, hreinlega nenni því ekki og sé yfirleitt ekki tilgang með því.  En það var e-ð spennandi við þennan mann og sérstaklega þegar hann tók upp eigin "headphona" sem hann stakk síðan í VASADISKÓIÐ sitt!  Hafði ekki séð svoleiðis furðugrip síðan 1985, er ég keypti eitt slíkt apparat í fríhöfninni á leið á Gothia Cup í Gautaborg.  Þetta er svona tæki sem spilar snældur, þið vitið.  Flest okkar eiga iPod í dag...  Átti gott spjall nánast alla leið vestur um haf við þennan hálfa Dana og hálfa Bandaríkjamann sem ólst upp í Bronx þangað til hann varð 17 vetra.  Síðustu 37 árin hefur þessi undarlegi maður búið í Silkeborg og starfar sem gítarviðgerðarmaður.  Kaupir skemmda gripi frá USA og gerir við á verkstæði sínu í þessu fallega jóska þorpi.  Talið barst víða, Watergate hneykslið, Víetnam, heimsku Bush forseta, Kennedy og hvernig talið var að hann hafi keypt sig á forsetastólinn, Bronxárin, Peter Brixtofte og margt fleira enda tæplega 5 tíma flug til Boston.  Afar athyglisvert og fróðlegt flug.  Þjónustan einnig frábær í þessu flugi :) 

Kom einnig í ljós í ferðinni hversu ógurlega "paranoid" Kaninn er.  Þótti nógu grunsamlegur við komu okkar til Boston að ég var skoðaður nánar.  Þó ekki með plasthönskunum, en gert að hinkra í hliðarherbergi á meðan verið var að athuga tengsl mín við Al Qaeda.  Tvisvar spurður við hvað ég starfaði á Íslandi og svaraði ég rétt í bæði skiptin!  Hvarflaði ekki einu sinni að mér að koma með léttan fimmaur á þetta og svara sprengjuframleiðslu eða þvíumlíkt.  Nei, það gerir maður víst ekki þarna.  Þessum fíflum þykir svoleiðis húmor ekki fyndinn.

 En, sem sagt, gott uppbrot í tilveruna og fínasti túr í alla staði.  Fer pottþétt þangað aftur, náði nefnilega ekki að kíkja í Samuel Adams bjórverksmiðjuna sem er að sjálfsögðu algert "must".

Jæja, heyrumst fyrr en síðar.

eg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband