Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
30.5.2007 | 23:26
Sumarstörf
Gott kvöldið.
Vann eitt sumarið sem næturvörður í Borgarkringlunni sálugu ásamt Hombre. Með skemmtilegri sumrum og jafnframt eitt af því steiktasta. Veit ekki hvaða fávita datt í hug að láta okkur saman í þetta starf, sem meðal annars fólst í því að halda sér vakandi, eins og gefur að skilja... Mættum klukkan 10 á kvöldin og lukum vakt kl. 8 um morguninn, eða þegar húsvörðurinn Guðfreður sá sér fært að skríða á lappir og taka við stjórninni. Kölluðum vesalings manninn, þó bara okkar á milli, Guðfreð aumingja og hlógum í ca. 17 mínútur í hvert sinn er við nefndum eða sáum manninn. Man að við mættum honum e-n daginn á Laugaveginum og stóðum við óvígir drjúga stund þar á eftir sökum hláturskrampa.
Eitt af því fáa sem okkur var treyst fyrir var að læsa stóru hliði niðri í bílakjallara eftir að allir búðareigendur sem og viðskiptavinir voru farnir út eftir lokun. Var einn á vakt eitt kvöldið og eitthvað voðalega þreyttur. Drattaðist niður í kjallara í kringum ellefu leytið á þessu sunnudagskvöldi að læsa þessu fjandans hliði. Merkilegt hvernig hin minnstu verkefni vaxa manni í augum þegar lítið er að gera. Læsti því nokkuð annars hugar og haugaðist upp aftur. Og sjáandi fram á það að það væri ekki séns í helvíti að ég næði að vaka nóttina, ákvað ég að sjálfsögðu að leggja mig... Vakinn nokkkuð harkalega skömmu síðar af einum búðareiganda sem enn var að vinna. Sagðist ekki komast út þar sem kjallarahliðið væri læst! Hvað er fólk annars að vinna svona lengi á kvöldin... En, ok ég opnaði hliðið og hleypti vinnualkanum út og fékk slatta af skömmum í hattinn daginn eftir. Hélt þó starfinu með herkjum og Borgarkringlan gríðarlega vel vöktuð út sumarið af okkur félögunum.
Skárri er sofandi næturvörður en enginn næturvörður.
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2007 | 21:00
CL Úrslit
Sæl og bless.
Gekk ekki... Tap í Aþenu. Þó alltaf gott að koma sér í þessa úrslitaleiki, fá þessa titlasénsa hér og þar. Dómari leiksins vakti furðu mína. Síflautandi í tíma og ótíma og skemmdi algerlega allt rennsli og flæði í leiknum. Toppaði svo kvöldið hjá sér með því að flauta leikinn of snemma af. Lyktar ískyggilega af sérítölsku dómaramútuhneyksli... J Ætla þó alls ekki að leggjast í e-ð Ferguson þunglyndi og kenna dómaranum tapið. Milan skoraði 2 mörk og Liverpool aðeins eitt og þar við situr.
Sá annars leikinn í góðum félagsskap á hinum fallega bar, Catalinu í hjarta Kópavogs. Hombre var þarna ásamt þremur bræðrum, Arnies, Þórhalli og Daða, gömlum pósti úr fortíðinni. Bjórinn þusti ofan í mann og fór afar mikinn þetta kvöld.
Gott veður í dag, hitinn uppí einhverjar 35 gráður og nýttum við okkur það með miðbæjarferð ásamt hvutta litla. Fengum borð utan við Thorvaldsen og létum sólina grilla okkur. Gekk vel fyrir utan eitt lítið gubb hjá seppa litla undir borðinu okkar. Hefur líklega laumast í öl pabba síns og orðið meint af.
Kveð að sinni.
Sjaldan fellur bjór í kram smárra seppa
eg
Bloggar | Breytt 27.5.2007 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 20:21
Kvöldið Fyrir...
Sælt veri fólkið.
"Þetta er BÚIÐ" sagði Logi Ólafsson þegar Crespo kom Milan í 3-0 á 43. mínútu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í Istanbul fyrir tveimur árum síðan. "Búið" sagði hann, með þvílíkri áherslu að meira segja ég trúði honum. Milan leikmenn trúðu því allavega og fögnuðu svo hátt í hálfleik að lætin í þeim bárust alla leið til eyrna Liverpool manna í næsta klefa. Það atriði, ásamt, innáskiptingu Hamann í stað Finnan í upphafi síðari hálfleiks hafði sitt að segja í magnaðri endurkomu minna manna. Ég hef oft sagt að sportið er grimmt, sem kom berlega í ljós þetta kvöld.
Leikurinn á morgun verður mjög erfiður og ég veit að margir vonast eftir sigri Milan manna. Geta hreinlega ekki hugsað sér að sjá Rauða Herinn hampa sínum 6. Evrópumeistaratitli. Skipan dómarans á leikinn reyndar ekki góð tíðindi fyrir Liverpool. Sá ágæti maður hefur dæmt 5 sinnum Evrópuleiki hjá Milan og þeir unnið þá alla. 3 svar hefur hann flautað Liverpool leik og þeir allir tapast.
Krossa allt sem hægt er að krossa í kvöld og hvet ykkur að gera slíkt hið sama. Vil síður sjá þessa spagetti étandi kaffidrykkju "chokko" gæja fagna annað kvöld...
Læt hér að endingu eitt gott myndband fylgja með...
http://www.youtube.com/watch?v=7DPzqGJm5uI&mode=related&search=
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007 | 10:58
Þriðja Upphitun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 16:13
Önnur Upphitun
Sæl.
Hér kemur myndband nummero dos til að hita okkur Púllara upp fyrir miðvikudaginn...
http://www.youtube.com/watch?v=NyqsPvwSUJ8
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 18:10
Fyrsta upphitun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 17:47
FússBall GeSehen
Jæja Góðan Dag þá.
Sit hér í sófa Drekahellis, nýbúinn að sjá Chelsea taka United 1-0 á glænýjum og glæstum Wembley. Ekki annað að sjá en að strákarnir hafi verið að gera fína hluti með hamarinn að því er virðist. One vonar svo bara að spá mín héðan af blogginu, 29.4 sl. rætist hvað varðar skiptingu titla á tímabilinu...
Aþena nálgast óðfluga og skellur á mann nk. miðvikudag. Milan verður þar í ógurlegum hefndarhug og ætla sér að reyna að plástra aðeins ofan í svöðusárið mikla sem myndaðist 2005. Þar átti sér stað stærsta og flottasta endurkoma liðs í einum fótboltaleik fyrr og síðar. Þetta verður ekki leikið eftir, allavega ekki í úrslitaleik Meistaradeildar. 0-3 eftir 52 mínútur... 3-3 6 mínútum síðar... Ótrúlegt helvíti.
kveð að sinni,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 22:56
Kosningakvöldið
Sæl.
Kosningarnar að baki og fólk getur farið að anda léttar aftur. Hjóluðum á kjörstað og kusum hárrétt að þessu sinni, bæði tvö að ég held. Óvernju erfitt reyndar þetta krossapróf, yfirleitt ekki svona margir valmöguleikar. Héldum svo áfram sem leið lá niður á Laugaveg. Verslaði þar takkaskó, legghlífar, Irish Coffee og svefnsófa handa Múfú... Merkilegar sumar ákvarðanir sem maður tekur í þessu lífi. Hittum Risessuna og föðurinn ógurlega einnig og voru þau feðgin að gera fína hluti.
Fór svo sjálfur til Benna og frú um kvöldið í Euro/kosningavöku pizzuveislu að hætti Irps. Verð að hæla Irpsinu fyrir frábæra veislu. Borðaði svo mikið að óeðlilega lítið pláss var fyrir bjórinn þetta kvöldið. Ofan í þetta var snakk, lakkrís og súkkulaði hámað í sig með slíkum látum að lifrin, nýrun, skeifugörnin og smáþarmar tóku sér frí í dag vegna harðsperra.
Æfingaleikur í dag með Stormi á móti Henson á Framvellinum. Nýju skórnir fínir en svolítið litlir ennþá. Fínt að hafa náð einum leik í lappirnar.
En jæja, kveð að sinni um leið og ég bið Samúel Örn vin minn að örvænta eigi. Enn er verið að telja atkvæði frá Hornbjargsvita, Papey og Hveravöllum, berast í hús í nótt svo ég bið Samma að bíða rólegur við símann...
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 13:30
Síðasta Útilokunin
Góðan dag.
Einn flokkur eftir, ein útilokun. Sjálfstæðisflokkurinn er það heillin og ekki fær hann frekar en hinir minn kross, mína sál. Pirrandi háir stýrivextir, sem fræðimenn segja slæmt og ekki ljúga þeir. Verðbólga í hærri kantinum. Aldraðir og öryrkjar ekki að njóta réttrar meðferðar. Þeir lægst launuðu of hátt skattaðir og furðulegt eftirlaunafrumvarp í gangi. Fleiri mál mætti telja upp og eins mætti telja upp fullt af öðrum málum sem vel hefur verið staðið að. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur aldrei í þessari baráttu haldið fram að allt væri hér í stakasta lagi. Það er þó gott að þetta fólk sjái það þó og gera vonandi e-ð í málunum ef þeir halda áfram að stjórna landinu. Sjáum hvað setur í þessu...
En, sem sagt kjördagur runninn upp og ætlum við hjónin að hjóla nakin á kjörstað á næstu mínútum. Kjósum í Laugardalshöll fyrir áhugasaman lýðinn.
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 23:38
Kross2007
Sælinú.
Spurning hvort Ingibjörg Sólrún sjálf kommenti á þennan pistil á eftir. Er nefnilega í þann mund að fara að útiloka Samfylkinguna fyrir kjördaginn mikla á morgun. Finnst Ingibjörg reyndar hafa komið mjög vel út síðustu daga og staðið sig með miklum sóma. Rauða draktin reyndar ekki að gera mikið fyrir mig en aldrei hægt að gera öllum til hæfis í klæðavali. Fellur alltaf í jafn grýtta fjöru þegar ég mæti í hlébarða leðurdressinu mínu í vinnuna... En þarna er gott fólk á ferðinni sem vill vel. Saknaði þess þó að enginn gaf mér nammi á meðan kosningabaráttunni stóð, en maður fær kannski e-ð á morgun. Spurning að dreifa sér um kosningaskrifstofurnar og þiggja hinar ýmsu veitingar á morgun. En mér finnst Samfylking hafa einblínt einum of, og þá sérstaklega framan af, á það að vera á móti því sem stjórnarflokkarnir sögðu og gerðu. Og voru svo spurð hvað og hvernig þau vildu gera hlutina í staðinn og þá varð fátt um svör. Hafa t.d. ekki hugmynd hvað þeirra loforð komi til með að kosta landsmenn, en gagnrýna þvílíkt hvað t.d. samgöngufrumvarp Sjálfstæðismanna kostar. Ástæða mín fyrir höfnun er þó aðallega sú að Hombre ætlar sér hugsanlega að kjósa flokkinn. Tel það gruggugt og legg það ekki í vana minn að fiska í svoleiðis tjörnum...
Hlakka til að lesa komment Ingibjargar eða kannski Marðar...
eg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)