Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

LFC-ManU

Sæl.

Sá mína menn til 28 ára spila við erkifjendur sína í ManU núna rétt áðan.  Alltaf jafn sárt að tapa fyrir United og hvað þá í leikjum sem Utd geta ekkert í.  Annað árið í röð sem það gerist en eins og alltaf þá er það grimmt þetta sport, það refsar.  En ok, mínir menn bara ekki nógu góðir að nýta sér stöðuyfirburði sína.  Það verður bara að segjast að þetta United lið er farið að minna mig á "boring" Arsenal þegar þeir voru undir stjórn George Graham eða Chelsea undir stjórn Morinho.  Hvað eftir annað unnu þessi lið leiki sína 1-0 þrátt fyrir að hafa ekki getað rassgat langtímum saman í sínum leikjum.  Veit að þetta er stimpill sem ManU hugnast ekki en svona er þetta bara.  Þessi leikur var ca sá fimmti á þessu tímabili sem þeir vinna með þessum hætti og það verður vissulega erfitt að ná þeim úr þessu.  Var reyndar mjög skemmt að sjá þá bakkabræður Vidic, Rio og Van DerSaar hvað eftir annað hlaupa hvern annan niður inní teig í tómu rugli, og allavega ekki þeim að þakka að Liverpool skoraði ekki.

Arsenal-Chelsea núna í gangi og þar eru á ferðinni mun skemmtilegri fótboltalið en hin tvö en um það er víst ekki spurt í þessum bransa.

Leyfi mér samt og þrátt fyrir allt að halda mig við fyrri spá.  Liverpool verður enskur meistari í vor, sjáiði til...

eg


Skotklukka - Jólagjöfin Í Ár

Sæl veriði.

Það gerist aldrei neitt nógu hratt á Íslandi.  Hinn venjulegi Íslendingur er oftar en ekki að flýta sér e-t.  Ef maður flýtir sér ekki þá missir maður hreinlega af lestinni.  Þá gerist það að nágranninn fer fram úr manni og verður meiri maður með mönnum en maður sjálfur.  Og það viltu alls ekki.

Ég þoli þetta ekki.  Þetta var jú ein af ástæðunum fyrir því að ég flutti til Danmerkur á sínum tíma.  Ég hlæ að samlöndum mínum.  Þetta fólk er fífl upp til hópa.  Ég sé fyrir mér alls konar afbrigði af fítusum heima hjá fólki til að koma í veg fyrir að það missi af lestinni og verði undir í kapphlaupinu um lífsgæði svo ég tali nú ekki um hamingju.

T.d er ég viss um að sumir eru búnir að koma sér upp skotklukku inní svefnherbergi sínu.  Þið vitið, svona klukkur eins og eru notaðar í körfubolta og telja frá 24 sekúntum niður á 0.  Fólk kemur þeim fyrir í öllum hornum herbergisins þannig að báðir aðilar sjái á hana í öllum stellingum.  Klukkan fer svo af stað um leið og fyrsta snerting aðila á sér stað.  Svo hefur maðurinn einungis þessar 24 sek til að skjóta.  Venjulegar körfuboltareglur gilda.  Þ.e. þú mátt ekki fara aftur fyrir miðlínu með boltann (fer ekki nánar út í það hér).  Max 3 sek inní teig í einu.  Og þarft sem sagt að skjóta innan 24 sekúntna.  Klukkan endurnýjast þó ef þú skýtur og hittir hringinn í það minnsta.  Þú ræður þá hvort þú haldir áfram en þó ekki oftar en þrisvar sinnum þessar 24 sekúntur.

Skrýtið þetta samfélag.

eg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband