22.3.2008 | 13:27
Páskaegg - Ógeðfelldur verðmunur á milli verslana
Sæl.
Enda minn bloggferil á þessari óvísindalegu verðkönnun minni. Tók Freyju ævintýraegg nr. 10 og bar saman verð hjá þremur verslunarkeðjurisum með þessari ógeðslegu niðurstöðu;
Bónus: 1800 kr.
Hagkaup: 2500 kr.
10-11: 3500 kr!
Þakka góðar undirtektir og komment á bloggið mitt á liðnum misserum. Hafði mjög gaman af þessu þangað til þetta varð að fjölmiðli og ekki hægt að skrifa hvað sem er. Runnu á mig þrjár grímur þegar varaformaður Frjálslynda flokksins sá sig knúinn til að kommenta á e-ð bullblogg frá mér í aðdraganda síðustu kosninga. Um að gera að vakta bloggin dag og nótt og leiðrétta og kommenta ef þurfa þykir...
Takk fyrir mig og yfir og út.
Skárra er eitt páskaegg í maga en tvö á hillu
eg
Athugasemdir
já hvernig er hægt að skýra svona verðmun?
Hólmdís Hjartardóttir, 22.3.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.