26.11.2007 | 20:50
Jólagjafalistinn
Jæja sæl veriði.
Ákvað að rífa upp tölvuna og henda nokkrum orðum á skjáinn og ekki að ósekju skal ég segja ykkur. Ætla hér á eftir að stilla upp lista fyrir ykkur gott fólk með hlutum sem þið eigið að gefa mér í jólagjöf. Hvet ykkur, ef þið kjósið að fara EKKI eftir listanum, að hugsa stórt og hugsa dýrt. En svona lítur jólagjafalistinn árið 2007 sem sagt út.
- Peningar. Allt yfir 700 krónum sleppur (þó ekkert klink takk)
- Verðbréf í Liverpool FC. Koma til með hækka verulega í maí þegar liðið verður krýnt enskur meistari.
- Lúffur. Fínt í vetur þegar maður hjólar í vinnuna sína.
- Hanskar. Ódýrir duga þar sem ég týni hönskum oftar en ekki. Helst afar illa á þeim.
- Bók. Stefni á aukinn lestur á næsta ári. Læt það samt ekki bitna á Hattrick!
- DVD. Næturvaktin eða Fóstbræðraserían.
- CD. Tónlist.
- Þunn lambhúshetta frá 66. Hentar undir hjálminn þegar maður hjólar í vinnuna.
- Bremsur á hjólið. Hentar vel þegar maður þarf að bremsa skyndilega.
- Gjafabréf í Kringluna, Smáralind eða bara Laugaveginn ef það er til.
- Vind og vatnsheldan andandi jakka og buxur. Hentar vel á hjólið.
- Snyrtivörur. Rassháratrimmer. Deo og svoleiðis. Jil Sander er flottur. Sonur Sanders Westervelds...
- Nærbuxur. Síðar boxer.
- Aida matardiskar, ferkantaðir. Djúpar skálar einnig.
- Ársmiði á Anfield. Alltaf gaman að sjá flottan fótbolta spilaðan.
Já, þar hafiði það. Alls ekki tæmandi listi en ætti að koma ykkur af stað. Er annars alltaf með gemsann á mér ef spurningar vakna varðandi gjafir.
Minni ykkur einnig á Fróða litla. Hann hlakkar mikið til jólanna og bað mig að gefa ykkur hint varðandi gjafir handa honum. Honum finnst alls konar hundanammi gott svo og leikföng sem pabbi sinn og mamma geta hent og hann síðan sótt jafnharðan. Nagbein eru einnig vinsæl.
Kveð að sinni.
eg
Athugasemdir
Velkomominn aftur vil ég byrja á að segja. Listinn er góður, ég æta að fá að nota hann sem gjafalista handa mér.
Arnar (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 08:31
TakkTakk. Afnot af þessum lista kostar 1 Tuborg jólabjór.
Elvar Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 10:02
Keypti handa þér rassháratrimmer, ákvað að prófa hann og þegar ég kláraði bilaði hann þannig að ég ákvað að gefa þér afraksturinn, kemur í pósti á morgun.
Snæþór (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:33
Bíð spenntur. Takk!
Elvar Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.