Enski Boltinn

Sæl.

Jæja, sá mig knúinn til að þeyta pennanum á loft.  Er annars enn í bloggsumarfríi og ákveðnu bloggþunglyndi þessa dagana.  Fékk hálfpartinn nóg af þessu þegar fyrsti hver maður er farinn að blogga og einhvern veginn sjarminn farinn af þessu.  Elvari alltaf fundist frekar óspennandi að vera eins og allir hinir.  Finnst mér þessa stundina allavega, en örvæntið þó eigi kæru vinir, fer að skrifa reglulega á ný von bráðar.

Var sem sagt að horfa á mína menn í Liverpool einu sinni sem oftar áðan og er gersamlega furðu lostinn og hreinlega öllum lokið.  Ég bara á ekki til orð.  Er nú ekki oft að agnúast út í dómara í þessum bolta, þeir einfaldlega ekki góðir og þar við situr.  Vítaspyrnur ekki dæmdar á ManU á Old Trafford síðustu 73 árin en ok.  En, af 5 leikjum LFC á þessu tímabili, þá er búið að dæma 3 vítaspyrnur á þá og þar af 2 gersamlega útúr korti.  Ca helmingur dómara hefði ekki dæmt vítið í fyrsta leik okkar við AVilla.  Vítið á móti Chelsea var vondur brandari og líklega bara til að þóknast stjórstjörnum Che, þeim Lamps og Terry.  Þetta allt svo toppað í dag á móti Pmouth þegar víti var dæmt á Arbeloa fyrir að vera ekki með handlegg sinn reyrðan við búkinn á sér.  Allir 22 leikmenn liðanna jafn hissa á dómnum sem kom eftir ábendingu frá gráhærðum línuverði.  Ég spyr bara; "What the fuck is going on?!?"  Engu líkara en að dómarar PL hafi, allir sem einn, flykkst að eins og einn api, og skráð sig á námskeiðið; "Hvernig skal dæma víti á Liverpool 102" í sumar!!!

Sýnist þetta bara orðið ljóst nú þegar.  ManU verður meistari í vor.  Eins og ég var reyndar búinn að segja í sumar.  Hafa reyndar leikið eins og tussur það sem af er móti, en eru að vinna leikina og það er það sem skiptir öllu í þessu.

Kveð öskureiður!

eg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka hlý orð í garð minna manna. 

Leifurinn (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 16:31

2 identicon

Gaman að sjá þig á lifi í bloggheimum og er sammála öllu sem þú sagðir nema ManU verður ekki meistari.

bnak (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Elvar Guðmundsson

Jú, við þökkum fyrir.

Elvar Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 21:35

4 identicon

Mikil er guðsmildi, dauðans köttur ekki lengur þín síðasta bloggfærsla, bloggheimar lifna við...

Allir elska L.F.C.

Arnar (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband