4.6.2007 | 23:24
Grindarsmellur
Góða kvöldið.
Datt í hug að segja ykkur frá fyrirbæri sem kallast grindarsmellur. Þið kannist öll við að vera gersamlega í spreng. Náttúran öskrar á ykkur og lætur öllum illum látum. Hamast hreinlega á ykkur. Þið eruð að drulla á ykkur! Og maður er búinn að vera þungt haldinn síðasta klukkutímann eða svo og e-a hluta vegna ekki komist á dolluna. Lítill "njósnari" byrjaður að kíkja út og minnsta óhapp hér ylli stórslysi. Þrýstingurinn orðinn ógurlegur og allir vöðvar líkamans að vinna að því að loka fyrir gatið. Við illan leik kemst maður þó oftast á klósettið og ef næg orka losnar úr læðingi þá lendir maður í grindarsmelli. Þá gerist það að kúkurinn, með "njósnarann" í fararbroddi, dúndrast niður með slíkum fítonskrafti að klósettið ásamt rasskinnum og hluta af innanverðum lærum hraunhúðast af manns eigin skít. Þegar þarmarnir svo loks tæmast myndast það mikill sogkraftur lóðrétt niður á við að sjálf beinagrindin byrjar að losna frá vefjum og húð. Þetta endar með því að grindin togast út sömu leið og kúkurinn og endar öll í dollunni líka. Eftir liggur hamurinn, eins og úrvinda lamadýr, á klósettsetunni án beinagrindar. Þetta, gott fólk, kallast grindarsmellur og er ekkert spes að lenda í.
Kveð að sinni
eg
Athugasemdir
Hehehe..... lendi sko oft í þessu!!!!!
Eva Þorsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 23:32
Hef ekki enn lent í þessu. En hljómar spennandi..
Magnús (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:01
HAHAHAHAHA!!! Sá þig eftir að þú lentir í þessu í gær. Varst eins og undin tuska.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.6.2007 kl. 09:43
Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja, grenja eða koma niður og berja þig eftir að hafa lesið þetta!!!!
Anna Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:02
Anna....Komdu niður og lemdu almennilega á honum.
Heiðar Birnir, 6.6.2007 kl. 08:17
Heiðar... SteinHaltu Kjafti...
Elvar Guðmundsson, 6.6.2007 kl. 08:47
ELVAR! já.
Heiðar Birnir, 6.6.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.