26.5.2007 | 21:00
CL Úrslit
Sæl og bless.
Gekk ekki... Tap í Aþenu. Þó alltaf gott að koma sér í þessa úrslitaleiki, fá þessa titlasénsa hér og þar. Dómari leiksins vakti furðu mína. Síflautandi í tíma og ótíma og skemmdi algerlega allt rennsli og flæði í leiknum. Toppaði svo kvöldið hjá sér með því að flauta leikinn of snemma af. Lyktar ískyggilega af sérítölsku dómaramútuhneyksli... J Ætla þó alls ekki að leggjast í e-ð Ferguson þunglyndi og kenna dómaranum tapið. Milan skoraði 2 mörk og Liverpool aðeins eitt og þar við situr.
Sá annars leikinn í góðum félagsskap á hinum fallega bar, Catalinu í hjarta Kópavogs. Hombre var þarna ásamt þremur bræðrum, Arnies, Þórhalli og Daða, gömlum pósti úr fortíðinni. Bjórinn þusti ofan í mann og fór afar mikinn þetta kvöld.
Gott veður í dag, hitinn uppí einhverjar 35 gráður og nýttum við okkur það með miðbæjarferð ásamt hvutta litla. Fengum borð utan við Thorvaldsen og létum sólina grilla okkur. Gekk vel fyrir utan eitt lítið gubb hjá seppa litla undir borðinu okkar. Hefur líklega laumast í öl pabba síns og orðið meint af.
Kveð að sinni.
Sjaldan fellur bjór í kram smárra seppa
eg
Athugasemdir
Þetta var dómaraskandall, ekkert annað. En við erum í úrslitum annað hvert ár þannig að það er stutt í næsta úrslitaleik í CL..
Magnús (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.