Kosningakvöldið

Sæl.

Kosningarnar að baki og fólk getur farið að anda léttar aftur.  Hjóluðum á kjörstað og kusum hárrétt að þessu sinni, bæði tvö að ég held.  Óvernju erfitt reyndar þetta krossapróf, yfirleitt ekki svona margir valmöguleikar.  Héldum svo áfram sem leið lá niður á Laugaveg.  Verslaði þar takkaskó, legghlífar, Irish Coffee og svefnsófa handa Múfú...  Merkilegar sumar ákvarðanir sem maður tekur í þessu lífi.  Hittum Risessuna og föðurinn ógurlega einnig og voru þau feðgin að gera fína hluti.

Fór svo sjálfur til Benna og frú um kvöldið í Euro/kosningavöku pizzuveislu að hætti Irps.  Verð að hæla Irpsinu fyrir frábæra veislu.  Borðaði svo mikið að óeðlilega lítið pláss var fyrir bjórinn þetta kvöldið.  Ofan í þetta var snakk, lakkrís og súkkulaði hámað í sig með slíkum látum að lifrin, nýrun, skeifugörnin og smáþarmar tóku sér frí í dag vegna harðsperra.

Æfingaleikur í dag með Stormi á móti Henson á Framvellinum.  Nýju skórnir fínir en svolítið litlir ennþá.  Fínt að hafa náð einum leik í lappirnar.

En jæja, kveð að sinni um leið og ég bið Samúel Örn vin minn að örvænta eigi.  Enn er verið að telja atkvæði frá Hornbjargsvita, Papey og Hveravöllum, berast í hús í nótt svo ég bið Samma að bíða rólegur við símann...

eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verði þér að góðu  og Takk yrir átið og pólitískar pælingar

Irps... (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband