12.5.2007 | 13:30
Síðasta Útilokunin
Góðan dag.
Einn flokkur eftir, ein útilokun. Sjálfstæðisflokkurinn er það heillin og ekki fær hann frekar en hinir minn kross, mína sál. Pirrandi háir stýrivextir, sem fræðimenn segja slæmt og ekki ljúga þeir. Verðbólga í hærri kantinum. Aldraðir og öryrkjar ekki að njóta réttrar meðferðar. Þeir lægst launuðu of hátt skattaðir og furðulegt eftirlaunafrumvarp í gangi. Fleiri mál mætti telja upp og eins mætti telja upp fullt af öðrum málum sem vel hefur verið staðið að. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur aldrei í þessari baráttu haldið fram að allt væri hér í stakasta lagi. Það er þó gott að þetta fólk sjái það þó og gera vonandi e-ð í málunum ef þeir halda áfram að stjórna landinu. Sjáum hvað setur í þessu...
En, sem sagt kjördagur runninn upp og ætlum við hjónin að hjóla nakin á kjörstað á næstu mínútum. Kjósum í Laugardalshöll fyrir áhugasaman lýðinn.
eg
Athugasemdir
Fnuss fnuss. Skammastu þín Elvar. Setjum x við D í dag. Höfum klárlega besta liðið. Skál...
David Oddsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.