11.5.2007 | 23:38
Kross2007
Sælinú.
Spurning hvort Ingibjörg Sólrún sjálf kommenti á þennan pistil á eftir. Er nefnilega í þann mund að fara að útiloka Samfylkinguna fyrir kjördaginn mikla á morgun. Finnst Ingibjörg reyndar hafa komið mjög vel út síðustu daga og staðið sig með miklum sóma. Rauða draktin reyndar ekki að gera mikið fyrir mig en aldrei hægt að gera öllum til hæfis í klæðavali. Fellur alltaf í jafn grýtta fjöru þegar ég mæti í hlébarða leðurdressinu mínu í vinnuna... En þarna er gott fólk á ferðinni sem vill vel. Saknaði þess þó að enginn gaf mér nammi á meðan kosningabaráttunni stóð, en maður fær kannski e-ð á morgun. Spurning að dreifa sér um kosningaskrifstofurnar og þiggja hinar ýmsu veitingar á morgun. En mér finnst Samfylking hafa einblínt einum of, og þá sérstaklega framan af, á það að vera á móti því sem stjórnarflokkarnir sögðu og gerðu. Og voru svo spurð hvað og hvernig þau vildu gera hlutina í staðinn og þá varð fátt um svör. Hafa t.d. ekki hugmynd hvað þeirra loforð komi til með að kosta landsmenn, en gagnrýna þvílíkt hvað t.d. samgöngufrumvarp Sjálfstæðismanna kostar. Ástæða mín fyrir höfnun er þó aðallega sú að Hombre ætlar sér hugsanlega að kjósa flokkinn. Tel það gruggugt og legg það ekki í vana minn að fiska í svoleiðis tjörnum...
Hlakka til að lesa komment Ingibjargar eða kannski Marðar...
eg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.