10.5.2007 | 19:16
x-2007
Úgg Úgg...
Útiloka hér með Frjálslynda flokkinn. Helst til of róttækur í sínum málflutningi og þykir enn... Með vísan í hvaða dægurlag er þessi setning?? En, jæja, þeir hafa sem sagt ekki alveg náð til mín. Finnst þeir einum of einhæfir í sinni baráttu þar sem einblínt er á stöðvun innflutnings útlendinga og úrbætur á kvótakerfinu. Einnig mjög svo óraunhæft og helst til dýrt kosningaloforð í 150 þúsund króna skattleysimörkum. Myndi kosta ca 60 milljarða sú hækkun...
eg
Athugasemdir
Einhæfir? einblínt á 2 málefni?
held að þú ættir að skoða málefnaskránna og stefnumál þeirra fyrir þessar kosningar.
150 þús kr skattleysismörk fyrir þá sem eru með tekjur undir 1,8 milljónum og svo stiglækkandi að 3 milljónum og þá fellur það alveg niður í 112 þús sem skattleysismörkinn ættu að vera í dag.
þetta kostar engan veginn 60 milljarða....
skil ekki hvaðan þú færð þær tölur.
Kynntu þér þetta frekar áður en þú dæmir.
Arnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 19:25
Sæll Elvar
Tillögur okkar kosta enga 60 milljarða. Við höfum reiknað þetta út. Það er um 21 milljarður. Við hækkum skattleysismörk þeirra sem undir 1,8 milljónir á ári í 150.000. Hinna í 112.000 kr. Hér eru málefnaáherslur okkar, m. a. í skattamálum. Við ætlum að finna pening fyrir þessum skattalækkunum í áframhaldandi hagvexti (2%), niðurskurði í ríkisgeiranum þar sem víða má spara eins og í utanríkisþjónustu, og svo með því að leigja út aflaheimildir.
Hér er vefsjónvarp okkar.
Bestu kveðjur,
MÞH
Magnús Þór Hafsteinsson, 10.5.2007 kl. 19:40
Aha! Nú skil ég þetta allt miklu betur og ætla hiklaust að merkja við Frjálslynda flokkinn á laugardaginn. Kærar þakkir fyrir góð komment á síðuna mína...
Elvar Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 21:14
Gaman að sjá að sjálfur varaformaðurinn stendur netvaktina....
Heiðar Birnir, 11.5.2007 kl. 14:08
Hann ætti kannski frekar að fara að henda þessari Risessu úr landi. Það eru 17 atvinnulausir risaveiðimenn á Raufarhöfn sem misstu vinnuna útaf þessum skandal.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 11.5.2007 kl. 16:00
Já, líst ekkert á þessa Risessu. Skíthræddur við hana. Sá hana á vappi hér í hverfinu mínu áðan...
Elvar Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.