Champions League

Góðan daginn.

Massívar undanúrslitaviðureignir að baki í Meistaradeildinni.  Þar má segja að hefðin hafi haft betur gegn mögulega betri liðum.  Samtals eiga Liverpool og AC 11 (5 hjá LFC og 6 hjá AC) evróputitla meistaraliða á móti 2 hjá ManU og Chelsea.  Enn eitt magnað evrópukvöld á Anfield varð að veruleika þegar Rauði Herinn sló milljarðalið Chelsea út.  Sanngjarn sigur í þeim leik þar sem Liverpool var betri aðilinn, öskraður og sunginn áfram af mögnuðum stuðningsmönnum liðsins.  Minnisstæð rimma sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem mínir menn höfðu mun sterkari taugar og kláruðu dæmið.  Niðurstaðan því ljós, 2. úrslitaleikur liðsins á þremur árum staðreynd.  Ágætis árangur hjá ekki stærra liði...

Mótherjinn í Aþenu 23. maí, líkt og fyrir 2 árum verður AC Milan.  Slógu United út á mjög sannfærandi hátt með 3-0 bursti í seinni leik liðanna á San Siro.  Ekki kannski óskamótherjinn miðað við spilamennsku þeirra í fyrri hálfleik á móti ManU.  Í úrslitaleik getur reyndar allt gerst en ljóst er að Milan hyggur á hefndir, blóðhefndir...  Sjálfsagt vakna Maldini og co enn upp á nóttunni í svitabaði vegna martraða um Istanbul ævintýrið ógurlega.

Kveð að sinni.

eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vinnum þennan leik, en það verður drama.. Er Steini að klikka á þessum fótbolta..

Magnús (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:28

2 identicon

Við vinnum þennan leik, en það verður drama.. Er Steini að klikka á þessum fótbolta..

Magnús (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Elvar Guðmundsson

Steini er mikið að fljúga þessa dagana... engan tíma í þetta

Elvar Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband