Útilokunaraðferðin

Góða kvöldið.

Sit hér heima með hund á lærum og tölvu á sófa að hripa þessi orð niður.  Merkilegar þessar tölvur, maður ýtir á fullt af tökkum og stafir birtast á upplýstum skjá!  Heillandi apparat.

En eins og áður hefur komið fram, þá er maður að myndast við það að mynda sér skoðun á því hvaða vitleysinga maður á að kjósa í kosningunum 12. maí nk.  Maður hefur nefnilega heyrt að maður eigi að nýta kosningarétt sinn, það sé jú hornsteinninn í öllum lýðræðissamfélögum eins og við búum í.  Hvað ætli myndi gerast ef enginn kysi??  Allir myndu hugsa eins; ja eitt atkvæði skiptir akkúrat engu "god damn fucking" andskotans máli!  Spurning hvort tölur síðustu skoðanakönnunar yrði látin gilda.  Eða bara úrslit síðustu Alþingiskosninga.  En ég held því fram, "at the end of the day"  þá skiptir það litlu sem engu máli hverjir sitja í stjórn og hverjir í andstöðu. 

Ég hika ekki við að beita útilokunaraðferðinni áfram.  Hef nú þegar strikað yfir VG og Íslandshreyfinguna.  Strika hér með yfir Framsókn og ástæðan er einföld.  Kom við í Glæsibæ um daginn á leið heim úr vinnu.  Var að sækja björgina í búið.  Brauðhleif og fleiri nauðsynjar eins og gengur.  Gekk þá í flasið á frambjóðendum Framsóknar, þar sem þau voru að dreifa Opalpakka og bæklingi um sjálft sig.  Skemmst frá því að segja að opalið fór illa í magann á undirrituðum og mikill viðrekstur herjaði á heimilið þetta kvöld.  Fnykinn lagði yfir borgina og bárust fréttir reglulega inn vegna þessa.  Maður á Kjalarnesi þungt haldinn... Kona á Álftanesi þjáist af lungnasamþjöppun sökum óþefjan og páfagaukur í næsta húsi lést í rólunni sinni...  Því ljóst að þetta fólk kýs elvar ekki.  Ljót og mjög þung reynsla.

eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he he....ég tek framsókn líka út af mínum lista vegna þessa...

Arnar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:53

2 identicon

He he he....ég tek framsókn líka út af mínum lista vegna þessa...

Arnar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Arnar, ef þú tekur flokkinn tvisvar út þá kýst'ann.  Segir sig sjálft.

En Elvar minn, ég skal gefa þér svona bleikt meðal sem lagar öll magaeymsl.  Auðvitað kýstu rétt þegar á hólminn er komið, þú hefur marg sagt mér það í glasi.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 3.5.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Elvar Guðmundsson

Kannast ekkert við það Snæþór... ekkert

Elvar Guðmundsson, 3.5.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband