FússBall GeSpielen

Úgg Úgg.

Mjög sprengifim vika framundan.  Síðari leikir undanúrslitanna á þriðjudag og miðvikudag.  Á Anfield eiga mínir menn erfitt verkefni fyrir höndum, og það er að sigra Chelsea með tveimur mörkum (eða 1-0 og svo vítaspyrnukeppni).  Virðist ómögulegt en Rauði Herinn hefur reyndar áður sýnt að allt er hægt í knattspyrnu og hvað þá á Anfield Road í Liverpool.  Ég ætla að spá gegn eigin fyrri spá og segja að LFC slái Chelsea út og mæti ManU í úrslitaleik.  1-0 heimasigur eftir framlengdan leik sem þýddi vító og þar hefðu mínir menn betur. 

Ætla svo Liverpool sigur í Aþenu gegn United, segjum 2-0.

Chelsea tæki svo FA bikardolluna eftir 2-1 sigur í úrslitum á nýja Wembley.  Þetta þýddi að þessi stærstu lið Englands skiptu öllum þremur bikurum leiktíðarinnar bróðurlega á milli sín.

 Þetta er líklega meiri óskhyggja heldur en hitt, en við sjáum hvað setur í þessu.  Maður væri allavega nokkuð djarfur að setja e-a peninga gegn sigrum United þessa dagana, virðist allt falla með þeim.  Minnir óhugnarlega mikið á 99 tímabilið fáránlega.

Er annars dottinn inní utandeildabolta.  Hef mætt tvisvar á æfingu liðs sem heitir Stormur, dreginn þangað af Valgarð, gömlum handboltafélaga og háskólabróður.  Rykið dustað af gömlu Puma takkaskónum sem fyrst voru notaðir við gríðarlega góðan orðstýr með Hetti Egilsstöðum sumarið 1995!  Alveg kominn tími á nýja, viðurkenni það.  Fer í það verkefni í vikunni ásamt því að kaupa hjól.

Læt ykkur vita góðir lesendur hvernig kaupin á Eyrinni gengu fyrir sig.

eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdu þessum spádómum United tekur þrennuna einfaldlega besta lið í heimi þessa dagana enda með Fletcher í fínu formi!

Friðrik (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Elvar Guðmundsson

Enda, eins og ég sagði, þá er óráðlegt að tippa gegn United í dag...

Elvar Guðmundsson, 30.4.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband