27.4.2007 | 23:45
LeFyrstaBloggInDaNýBloggSíða
Sæl þá!
Og jú, velkomin öll inn á þessa nýju og mjög svo fallegu bloggsíðu. Henni var farsællega og fagmannlega "launchað" í dag í opnunarteiti í Perlunni. Þar er ég vanur að tilkynna merkar ákvarðanir og þetta engin undantekning þar frá. Ostar, rauðvín, trufflusveppir og stök hálmstrá í boði og ekki annað að sjá en að fólk hafi skemmt sér drengilega.
Get ekki annað en brosað út í annað, ef ekki bæði, útaf Framsóknaflokknum. Snæþór, a.k.a. Héraðsstubburinn, mikill flokksmaður, kom gangandi um fína fyrirtækið mitt með undirskriftalista í gær. Þá hafði allt í einu komið í ljós á kosningaskrifstofu flokksins í Reykjavík að það vantaði eins og ca 100 undirskriftir til þess að þessi stjórnarflokkur gæti löglega boðið sig fram í nk. alþingiskosningunum... One skemmti sér konunglega yfir þessari staðreynd því "deadline" á þennan lista var í gær, þannig að þeir rétt náðu undirskriftum í tæka tíð. Hefði orðið saga til næstu sveita ef bændaflokknum hefði verið meinuð þátttaka í kosningunum. En Snæþór þarna að vinna gott starf í þágu flokksins og Jón, Steingrímur, Finnur og allir hinir sjálfsagt sáttir við stráksa.
Næsta færsla innifelur útilokun á næsta flokki útaf mínum kosningalista. Flokkunum gengur bara nokkuð vel að skjóta sig í lappirnar í aðdraganda valsins og stefnir í að maður standi eftir með 0-1 flokk til að velja úr á kjördeginum sjálfum.
eg
Athugasemdir
Snæþór var nokkuð stressaður yfir þessari uppákomu. Sérstaklega hvað hann fékk dræmar undirtektir.... Var ekki mótmælandinn sá eini sem skrifaði undir?
Heiðar Birnir, 28.4.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.